Frábær þjónustunámskeið

Vönduð þjónusta við viðskiptavini er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki sem byggja afkomu sína á ánægðum viðskiptavinum.

Ánægður viðskiptavinur er tryggur viðskiptavinur

Sambönd og tengsl sem verða til þegar væntingum viðskiptavinar er mætt geta ekki aðeins leitt til sölu heldur einnig skilað tryggum viðskiptavini sem leitar aftur til þín um ókomin ár. Á stafrænni öld samskiptamiðla getur einn ánægður viðskiptavinur aflað þúsunda í viðbót. Þess vegna geta vönduð þjónustunámskeið stuðlað að söluaukningu til langs tíma og aukið viðskiptavild og hollustu.

Skapaðu frábær viðskiptatengsl og öflug söluteymi

Þjálfun í að veita frábæra þjónustu er lykilatriði fyrir öll fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á samskiptum við fólk. Öll samskiptaferli starfsmanna og viðskiptavina hafa áhrif á viðskiptavild. Starfsmenn sem veita góða þjónustu upplifa enn fremur aukna starfsánægju og metnað í starfi. Færni á þessu sviði skapar jákvæða mynd af fyrirtækinu, bæði í augum núverandi og væntanlegra viðskiptavina sem og þeirra starfsmanna sem búa yfir færninni.

Þjónustunámskeiðin okkar hjálpa þér að:

Meta þjónustuvæntingar viðskiptavina og setja markmið

Gera starfsmennina í framlínunni að afreksfólki

Heilla viðskiptavinina við hvert tækifæri

Mynda gefandi og verðmæt viðskiptatengsl

Finndu þjónustunámskeið við þitt hæfi

Á námskeiðunum okkar færðu hollráð um hvernig best er að bæta þjónustuna, og frábær verkfæri fyrir þitt fyrirtæki sem eru sérsniðin að því viðfangsefni eða sviði þar sem þú vilt bæta þig. Fáðu nánari upplýsingar um færni í þjónustu við viðskiptavini, sem hjálpar þér að gera fyrstu kynni jákvæð, stjórna væntingum og skapa traust og viðskiptavild. Allt þetta getur þú tileinkað þér á námskeiðunum okkar.
 
 

Næstu námskeið og skráning