Dale fyrir ungt fólk

Fyrir leiðtoga framtíðarinnar bjóðum námskeið fyrir fjóra mismunandi aldurshópa. Krakka á aldrinum 10 til 12 ára. Efri bekki grunnskóla eða frá 13 til 15 ára. Fyrir menntaskóla aldur 16 til 19 ára og svo fyrir 20 til 25 sem eru háskólanemar eða á vinnumarkaði.

Virkjaðu kraftinn 

Það býr kraftur í ungu fólki. Orka sem þarf beisla og beina í réttan farveg. Á þessu námskeiðunum leggjum við grunnina að okkar eigin stefnu fyrir framtíðina. Við þjálfumst í því að líta á áskoranir sem tækifæri og bæta hæfni okkar og viðhorf. Við förum út fyrir þægindahringinn. Reynum á okkur og styrkjum þannig sjálfsmyndina. Við upplifum jákvæðar tilfinningar. Upplifum sigra og aukum þannig sjálfstraustið. Við verðum öflugri leiðtogar í okkar umhverfi og lífi.

 

Skoðaðu úrval námskeiðana og dagsetningar neðst á þessari síðu og kláraðu kaupin á netinu.

Samskipti í mannheimum

Við lærum aðferðir til þess að styrkja sambönd og samvinnufærni í raunverulegum aðstæðum. Netheimar geta verið skemmtilegir en enginn kemst vel í gegnum lífið nema að eiga samskipti, auglitis til auglitis við aðra. Aðferðir til að auka jákvæðni og gleði. Unga fólkið þjálfast í því að tala fyrir fram hóp af fólki og verður betri í tjáningu. Þau læra hvað hrós og hvatning getur haft jákvæð áhrif á okkur sjálf og aðra.

Námskeiðin fyrir aldurshópana eru keimlík en taka mið af því umhverfi sem hver hópur lifir og hrærist í.

Við vinnum með streitu og kvíða en Dale Carnegie skrifaði núvitundarbókina Lífsgleði njóttu sem inniheldur margar streitureglur.

Lærum að tjá okkur í stærri og smærri hópum. Kynna verkefni og segja skemmtilega frá. Við lærum líka að útskýra flókna hluti á einfaldann hátt og líka að vera ósammála á jákvæðan hátt.

Reglur okkar í mannlegum samskiptum eru heimsfrægar og við vinnum með þær til að styrkja sambönd og auka áhrif okkar.

Hvetjum aðra og hrósum og byggjum þannig upp eigin leiðtogahæfileika. Eignumst fleiri vini og stækkum tengslanetið.

Það er komið að þér

Þú vilt hafa gott sjálfstraust og hafa trú á því að þú getir það sem þú ætlar þér. Þú vilt kunna að setja þér skýr markmið og kunna aðferðir sem hjálpa þér að ná þeim. Þú vilt hafa drifkraft og frumkvæði sem ýtir undir jákvæðni hjá sjálfum þér og öðrum. Þig langar að líða vel með sjálfan þig. Taktu skrefið.
 
 

Næstu námskeið og skráning