Taktu stjórn og fáðu fólk í lið með þér

Frábær leiðtogi leitar ævinlega nýrra leiða til að sameina og virkja aðra og skapa þannig starfsmannahóp sem getur mætt hverri áskorun.

Veldu á milli þriggja stjórnendanámskeiða

Í boði eru þrjú mismunandi námskeið fyrir stjórnendur. Grunn aðferðafræðin er sú sama en áherslur eru mismunandi. Neðar á síðunni er fjallað um hvert námskeið fyrir sig. Við hvetjum þig til að heyra í ráðgjöfum okkar til að meta hvaða þjálfun hentar þér.

Sérsniðnar lausnir

Við eigum tugi vinnustofa sem taka á ólíkum viðfangsefnum stjórnunar. Þessar vinnustofur taka 90 mínútur og er lágmarks stærð hópa 15 manns. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og við sendum þér yfirlit um það sem í boði er.

Veldu á milli þriggja stjórnendanámskeiða

Stjórnendaþjálfun

Þessi þjálfun er ætluð millistjórnendum. Við skoðum skipulag, markmiðasetningu, valddreifingu, tjáskipti og hvernig við tökum á mistökum. Þátttakendur vinna umbótaverkefni á meðan námskeiðinu stendur undir leiðsögn reyndra stjórnendaþjálfara. Þessi þjálfun eykur sjálfsöryggi stjórnenda, hjálpar þeim að ná fram meiri samvinnu og eykur hvattningu og liðsheild.

6 skipti, 3,5 klst. í senn með viku millibili. Samtals 21 klst.

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Hér vinnum við með efra lagi stjórnenda. Við lærum nýsköpunarferli sem nýtist við innleiðingu nýrra þjónustuleiða eða breytinga. Skoðum stefnu- og markmiðasetningu og leiðir til að mynda sterkari tengsl við okkar fólk. Þessari þjálfun fylgir 360 gráðu mat sem tryggir að þjálfunin er mjög einstaklingsmiðuð. Þjálfunin eykur forystuhæfileika stuðlar að framúrskarandi fyrirtækjamenningu.

7 skipti, 3,5 klst. í senn með viku millibili. Samtals 24,5 klst.

Framúrskarandi öryggismenning

Öryggismál eru samskiptamál. Markmið þessa námskeiðs er að hafa áhrif á viðhorf starfsmanna til öryggismála. Efla frumkvæði þeirra og ábyrgðartilfinningu. Þátttakendur vinna að raunverulegu umbótaverkefni er lýtur að því að innleiða sýn fyrirtækisins í öryggismálum. Námskeiðið er ætlað stjórnendum, öryggisstjórum og meðlimum öryggisnefnda.

7 skipti, 3,5 klst. í senn með viku millibili. Samtals 24,5 klst.

Námskeið okkar í leiðtogaþjálfun hjálpa þér að:

Stroke 1Created with Sketch.

Ávinna þér skuldbindingu og trúnaðartraust starfsmanna

Bæta samskipti og samvinnu

Skapa starfsumhverfi þar sem hæfileikaríkir einstaklingar kjósa að starfa

Ná rekstrarlegum markmiðum

Taktu stjórn

Á leiðtoganámskeiðunum okkar eru kenndar nýjar aðferðir til að ná fram skuldbindingu starfsmanna við rekstrarleg. Þessi námskeið hafa skilað mörgum af atkvæðamestu stjórnendum fyrirtækja miklum árangri. Við hvetjum þig til að hafa samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar um námskeiðin.

Skráningaupplýsingar