Árangursrík sölunámskeið

Það sem er einna mest gefandi við starf sölustjórans er að aðstoða aðra sölumenn við að ná markmiðum sínum – og stefna enn hærra.

Betri sölumenn skila bættum söluhagnaði

Færðu stundum góð tækifæri sem ekki leiða til sölu? Eða finnst þér þú hreinlega ekki selja nógu mikið? Ástæðan kann að vera aukin neytendavitund og varfærni viðskiptavinanna, en það getur líka vel verið að þú sért að nota úreltar aðferðir. Neytendur samtímans hafa lært að hunsa hefðbundnar söluaðferðir, en samhliða því hafa verið þróaðar nýjar söluleiðir og sölutækni. Góðu fréttirnar er að við getum aðstoðað ykkur að verða sölumenn dagsins í dag, og morgundagsins líka.

Kynntu þér nýja sölutækni

Í dag geta viðskiptavinir lokið 70% allra kaupferla án þess að eiga samskipti við neinn söluaðila og geta í raun sinnt flestum innkaupum á netinu án þess að þurfa að eiga samskipti við aðra manneskju. Því er ljóst að hefðbundnar söluaðferðir virka hreinlega ekki lengur. Þess vegna þarft þú að tileinka þér nýja þekkingu og tækni sem byggir á traustum grunni fyrri tíma, en hefur þróast í takt við stafrænan samtíma okkar.

Sölunámskeiðin okkari hjálpa þér að:

Mynda traustari tengsl við vænlega viðskiptavini

Skapa viðskiptavild hjá föstum viðskiptavinum

Greina óuppfylltar þarfir vænlegra viðskiptavina

Breyta viðskiptatækifærum í frágengna samninga

Söluþjálfun sem gerir þér kleift að ná markmiðum, og gott betur

Frábærir sölumenn búa yfir svolitlu sem internetið hefur ekki. Þeir geta myndað mannleg tengsl, sem aftur leiða til samninga. Á sölunámskeiðum Dale Carnegie lærir þú að skapa ný tækifæri sem leiða til aukinnar sölu. Það gerist fyrir tilstilli þekkingar okkar á því hvernig traust tengsl skapa viðskiptavild, sem aftur leiðir til arðbærra söluferla – og skila þér að endingu alla leið í mark og áfram að næsta markmiði.
 
 

Næstu námskeið og skráning