Kynningarhæfni

Til að flytja áhrifamikla kynningu er ekki verra að hafa fengið þjálfun í þaulprófuðum aðferðum Dale Carnegie um samskipti og sannfærandi tjáningu.

Munurinn á árangri og mistökum

Hvort heldur þú ert að selja hugmyndir þína innanhúss eða til viðskiptavina eða efla liðsheildina geta áhrifaríkar kynningar haft úrslita áhrif. Þessi tveggja daga þjálfun gerir góða fyrirlesara margfalt betri.

Starfsmaður með sannfæringarkraft er öflugur starfsmaður

Hæfni til að kynna mál og markmið á skilvirkan og áhugaverðan hátt á vinnustaðnum er lykilfærni sem allir starfsmenn ættu að búa yfir. Sterk nærvera og áhugaverð framsetning kemur efninu vel til skila og gerir kynninguna eftirminnilega og áhrifaríka, auk þess sem sá sem sér um kynninguna öðlast aukið sjálfstraust sem skilar sér á öllum sviðum starfsins.

Námskeið okkar í kynningum og tjáningu hjálpa þér að:

Koma sjónarmiðum þínum á framfæri með skýrum og sannfærandi hætti

Setja saman skipulegar og vandaðar kynningar sem skila árangri

Virkja aðra til þátttöku og gagnvirkra samskipta

Hvetja áhorfendur til aðgerða

Þú lærir sjö mismunandi form á kynningum

Á þessu magnaða námskeiði lærir þú 7 mismunandi kynningar sem allar hafa sinn tilgang. Þú færð fólk til að fagna breytingum, útskýrir flókna hluti á einfaldan hátt eða lærir að svara erfiðum spurningum. Hópurinn á þessu námskeiði er fámennur eða 10 til 12 manns. Þjálfararnir eru tveir og allar kynningar eru teknar upp á myndband. Hver og einn fær síðan mikla markþjálfun.

Næstu námskeið og skráning