Dale Carnegie námskeiðið

Komdu í hóp þeirra 30.000 Íslendinga sem hafa útskrifast hjá okkur. Í meira en 100 ár höfum við aukið leiðtogahæfni, bætt sambönd og samskipti, eflt tjáningu og dregið úr streitu.

Taktu af skarið 

Þetta námskeið hjálpar þér að koma hlutum í verk og ná góðum tökum á samskiptahæfileikum. Aðferðirnar á námskeiðinu efla öryggi þitt og gefa þér sjálfstraust til að tjá þig í stærri eða smærri hópum, vera lausnamiðaður einstaklingur og einbeittur leiðtogi. Taktu stjórn á lífi þínu og náðu enn meiri árangri.

 

Ath. Biðlisti er á fyrsta námskeið ársins. Skoðaðu dagsetningar næstu námskeiða neðst á síðunni og kláraðu kaupin.

Þú ert leiðtogi

Þetta námskeið hentar öllum sem vilja hámarka hæfni sína, leiða aðra af sannfæringu og hafa stöðugt jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Við munum skoða hvernig við náum árangri með því að auka sannfæringarkraft, tjá hugmyndir okkar á skýran hátt og rækta traust sambönd. Í stuttu máli þá muntu útskrifast af námskeiðinu með fullt af verkfærum sem gera þig faglegri, öruggari og kraftmeiri leiðtogi í lífi og starfi.

Dale Carnegie námskeiðið er hægt að taka á þremur heilum dögum eða 8 skiptum með viku millibili

Reglur úr núvitundarbókinni Lífsgleði njóttu hjálpa þér að draga úr óþarfa áhyggjum, kvíða og streitu.

Þú lærir að tjá þig á sannfærandi máta í stærri og smærri hópum. Hvernig þú getur sagt skemmtilega frá eða verið upplýsandi eða fræðandi.

Þú lærir nýjar aðferðir í samskiptum sem styrkja sambönd við fólk sem skiptir þig máli.

Þú lærir að hvertja aðra og öðlast leiðtogafærni. Þann eykur þú áhrif þín og stækkar tengslanetið.

Nú er komið að þér

Þú átt skilið að fá að nýta alla þína krafta og hæfileika. Dale Carnegie námskeiðið mun skerpa fókus þinn þannig að þú verðir skilvirkari í samskiptum, öruggari og líklegri til að njóta þín betur í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
 
 

Næstu námskeið og skráning